Erlent

Eignast heilbrigða dóttur

Heilasködduð kona í Bandaríkjunum eignaðist dóttur á þriðjudag eftir sjö mánaða meðgöngu. Konunni hafði verið haldið á lífi með öndunarvél í þrjá mánuði, til að ófætt barnið fengi að þroskast áður en það fæddist. Dóttirin, sem hefur hlotið nafnið Susan Anne Catherine Torres, var tekin með keisaraskurði og að sögn föðurbróður hennar gekk fæðingin vel. Susan Anne var tæpar fjórar merkur og rúmir 34 sentimetrar og er sögð heilsast vel. Móðirin fékk heilablóðfall eftir sautján vikna meðgöngu og úrskurðuðu læknar hana þá heiladauða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×