Erlent

Ber ábyrgð á vopnaviðskiptum

Helmut Kohl, fyrrum Kanslari Þýskaland, bar í gær vitni í máli gegn Holger Pfahls, fyrrum aðstoðarvarnamálaráðherra Þýskalands. Pfahls er sakaður um að hafa á árinu 1991 þegið samsvarandi rúmum 150 milljónum króna í mútur fyrir vopnaviðskipti við Saudi Arabíu, vegna sölu þýskra herbíla. Kohl sagðist bera ábyrgð á ákvörðun um sölu bílana en sagði viðskiptin hluta af samkomulagi við James Baker, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um þátttöku Þjóðverja í Flóabardaga. Saksóknari hefur sagt að ef Kohl gengst við ábyrgð á viðskiptunum, verði mútukæran felld niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×