Erlent

Egyptar aðstoða Palestínumenn

Þrjátíu öryggislögreglumenn frá Egyptalandi komu til Gaza-svæðisins í dag til þess að hjálpa til við að þjálfa fimm þúsund palestínska lögregluþjóna sem eiga að halda uppi lögum og reglu á svæðinu eftir að Ísraelar hverfa þaðan. Brottflutningur ísraelsku landnemanna hefst um miðjan þennan mánuð og með þeim fara allir ísraelskir hermenn og lögreglumenn sem hafa haldið uppi gæslu á Gaza undanfarna áratugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×