Erlent

600 sýkst af salmonellu á Spáni

Yfir 600 manns hafa sýkst af salmonellu á Spáni á undanförnum vikum og segja heilbrigðisyfirvöld þar í landi að sýkinguna megi rekja til soðins kjúklings sem framleiddur er í Castilla La Mancha. Sýkingarinnar hefur orðið vart um allan Spán, allt frá Mallorca til Baskahéraðanna. Rannsókn á málinu er hafin og hefur fólk verið hvatt til að láta kjúklinginn eiga sig í bili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×