Innlent

Sigríður Dúna til Afríku

Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta embættisverk að skipa tvo nýja sendiherra í gær. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Kristján Andri Stefánsson hafi verið skipaður sendiherra frá 1. október, en þá tekur Kristján við sem stjórnarmaður eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Einnig skipaði Davíð Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sem sendiherra í Suður-Afríku frá 1. júní 2006. Sigríður flyst þá til Pretoríu en þar verður hið nýja sendiráð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×