Erlent

Venstre vinnur á

Þrátt fyrir óheppileg ummæli Evu Kjer Hansen, félagsmálaráðherra Danmerkur, í síðustu viku um að aukinn ójöfnuður myndi leiða af sér kraftmeira samfélag, hefur fylgi Venstre-flokks Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra og flokksbróður Hansen, ekki dalað samkvæmt skoðanakönnun sem Jyllandsposten greinir frá. Umtalsverð reiði greip um sig í síðustu viku þegar ráðherrann lét þessi ummæli falla en hún dró þau til baka þegar Rasmussen hótaði að svipta hana ráðherraembættinu. Flokkurinn fær í könnuninni 29,5 prósent og stjórnin og bandamenn hennar 53,6 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×