Erlent

Mubarak sver embættiseið

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sór í morgun embættiseið í fimmta sinn. Mubarak, sem er sjötíu og sjö ára, hefur verið forseti síðan 1981 og verður forseti til ársins 2011 sitji hann út kjörtímabilið. Hann sór nú embættiseið í fyrsta sinn eftir að hafa att kappi við aðra frambjóðendur en fyrstu fjögur skiptin sem hann var kosinn forseti var hann eini frambjóðandinn sem egypska þingið veitti leyfi til framboðs. Lögunum var breytt fyrir kosningarnar nú þannig að fleiri frambjóðendur gætu gefið kost á sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×