Erlent

Tíu þúsund mótmæla Bush í Argentínu

Hugo Chavez, forseti Venesúela, og Diego Maradona, fyrrverandi knattspyrngoð, voru meðal mótmælenda.
Hugo Chavez, forseti Venesúela, og Diego Maradona, fyrrverandi knattspyrngoð, voru meðal mótmælenda. MYND/AP

Tíu þúsund mótmælendur hafa safnast saman á götum strandbæjarins Mar del Plata í Argentínu, þar sem leiðtogafundur Ameríkurikja fer fram. Átta þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum vakta fundarstaðinn, enda búist við enn frekari mótmælendum í síðar í dag.

Í hópi mótmælenda eru meðal annarra knattspyrnugoðið Diego Maradona og Adolfo Perez Esquivel, friðarverðlaunahafi Nóbels. Mótmælin beinast einkum að George Bush Bandaríkjaforseta og í allan dag hafa mótmælendur hrópað ókvæðisorð um Bush og sagt honum að hypja sig aftur til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×