Erlent

Ætluðu að sprengja spítala

Tveir breskir menn á þrítugsaldri voru í dag ákærðir fyrir að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Að sögn lögreglu leikur grunur á að tvímenningarnir hafi ætlað að gera sprengjuárás inni á spítala. Þá var þriðji maðurinn einnig ákærður samkvæmt hryðjuverkalögum í Bretlandi í dag, fyrir að hafa aflað fjár til hryðjuverka. Mennirnir þrír eru allir breskir ríkisborgarar, en eiga ættir að rekja til Mið-Austurlanda. Lögregla segir ekkert benda til þess að þeir tengist mönnunum sem gerðu hryðjuverkaárásir í London í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×