Erlent

Bush aldrei verið jafn óvinsæll

MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti hefur aldrei verið jafn óvinsæll og hann er nú. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir CBS-fréttastofuna reyndust aðeins 35% þeirra sem tóku þátt ánægð með störf forsetans. Þetta er versta útkoma Bush frá upphafi og jafnframt ein versta útkoma sem nokkur forseti Bandaríkjanna hefur hlotið. Til samanburðar má geta þess að 27% Bandaríkjamanna voru ánægð með Richard Nixon í starfi forseta í nóvember árið 1973 eftir að Watergate-hneykslið kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×