Erlent

Lifandi eðla í klósettinu

Konu sem ætlaði á salernið á heimili sínu í Björgvin brá illilega þegar hún fann 75 sentimetra langa eðlu svamlandi um í salernisskálinni. Þriggja ára sonur konunnar heyrði óp móður sinnar, þusti inn á baðherbergið og sá hvers kyns var.

"Þetta var óhugnanleg upplifun," sagði hann við blaðamann Bergenavisen. Úrskurður dýrafræðings um að eðlan nærðist einkum á kjöti varð ekki til að róa konuna. Hún hrósar þó eflaust happi yfir að hafa ekki verið sest á skálina og fundið eðluna læsa í sig tönnunum. Eðlur af þessari tegund geta haldið niðri í sér andanum í hálfa klukkustund og því gat þessi synt upp í klósettið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×