Innlent

Barnabætur óháðar tekjum

Í drögum að ályktun Sjálfstæðisflokks um fjölskyldumál, sem lögð verður fyrir landsfund flokksins nú um helgina, er hvatt til þess að lagaumhverfi verði með þeim hætti að það -hvetji- fremur en letji fólk til að búa saman í fjölskyldum. Til að ná þessu markmiði er meðal annars tekið fram að lögum og reglum sé breytt þannig að ekki verði fjárhagslegur ávinningur af sambúðarslitum. Í þessu felst að einstæðir foreldrar fái ekki aukinn stuðning ríkisins umfram hjón. Enn fremur kemur fram í drögunum að landsfundur fagni hækkun barnabóta og leggur til að þær verði óháðar tekjum foreldra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×