Innlent

Vilja sameina samlokurisa

Eitt fyrirtæki verður með 95% prósenta markaðshlutdeild á samlokumarkaði ef áform stjórnenda Sóma á að kaupa Júmbó samlokur ganga eftir. Frá þessu er greint í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag. Þar segir að Júmbó leggi á næstunni fram kauptilboð í Júmbó. Verði af viðskiptunum verður til fyrirtæki sem er það stærsta á sínum markaði en fyrir ráða fyrirtækin tvö mestum hluta samlokumarkaðarins. Sameiningin kemur þó ekki til kasta samkeppnisyfirvalda þar sem heildarvelta fyrirtækjanna er um sjö hundruð milljónir á ári, veltan þarf að vera milljarður til að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað um sameininguna að segja. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×