Innlent

Ákvörðun felld úr gildi

Félagsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Dalabyggðar um að víkja Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur úr sveitarstjórn Dalabyggðar. Guðrúnu Jónu var vikið úr sveitarstjórninni í vor þar sem hún flutti úr sveitarfélaginu um stundarsakir til að stunda nám og störf í Reykjavík. Ákvörðunin átti aðeins að gilda þar til hún flytti í það aftur. Guðrún Jóna mótmælti ákvörðuninni og taldi hana lögleysu og gróft einelti. Samstarfskona hennar, Snæbjörg Bjartmarsdóttir, taldi að reynt hefði ítrekað að bola Guðrúnu Jónu burt. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×