Innlent

Að rætast úr starfsmannamálum

Mörg fyrirtæki hafa ekki farið varhluta af því að erfiðara hefur verið að fá starfsfólk í vinnu en fyrri ár. Þannig segir rekstarstjóri verslunarkeðju á höfuðborgarsvæðinu ástandið ekki hafa verið eins slæmt síðustu fjögur eða fimm árin. Mjög erfitt sé að finna gott starfsfólk. Sævar Einarsson, rekstrarstjóri ellefu ellefu, segir að ástandið hafi verið mjög slæmt í september en núna hafi þó ræst úr málunum. Hjá verslunarkeðjunni tíu ellefu var brugðið á það ráð að bjóða starfsfólki sem kom til vinnu í september ipod. Það skilaði ágætis árangri en starfsmannamál þar eru nú í betra horfi. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×