Erlent

Fleiri ákærðir vegna árása

28 ára gamall Lundúnarbúi hefur verið ákærður vegna tengsla við misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni þann 21. júlí. Honum er gefið að sök að hafa leynt upplýsingum um Hussain Osman sem sagður er hafa ætlað að sprengja upp neðanjarðarlest í vesturhluta Lundúna. Osman var handtekinn á Ítalíu eftir að hafa flúið frá Englandi og hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 1. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×