Senda börn heim vegna manneklu 25. ágúst 2005 00:01 Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi þurfa að vera með börnin sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar sökum manneklu í leikskólanum. Leikskólastjórinn segist vita til þess að ástandið sé svipað í fleiri leikskólum. Á leikskólanum Klettaborg hefur eins og víðar gengið afskaplega erfiðlega að ráða starfsfólk í upphafi leikskólaárs. Enn hefur ekki tekist að manna í fjögur stöðugildi og því ekki um annað að ræða en að grípa til örþrifaráða. Lilja Eyþórsdóttir leikskólastjóri segir að sú erfiða ákvörðun hafi verið tekin að senda heim börn heim á hverjum degi. Byrjað verði á því í næstu viku og 14 börn af leikskólanum verði send heim daglega. Þannig verði það í tvær vikur. Hvert barn þarf því að vera heima hjá sér tvo daga á næstu tveim vikum, en síðan verður staðan endurmetin og þá kemur í ljós hvort foreldrar þurfi áfram að vera með börn heima. Aðspurð hvort foreldrarnir fái dagana endrugreidd játar Lilja því en bendir á að þeir myndu annars þurfa að borga tvöfalt fyrir að fá að hafa börnin á staðnum. Það sé því miður ekki hægt. Eins og gefur að skilja bitnar ástandið þó fyrst og fremst á börnunum sjálfum og Lilja segir það verst þeirra vegna að grípa þurfi til þessara aðgerða. Aðspurð hvort hún viti af fleiri leikskólum í sömu stöðu segir Lilja að hún telji að það séu einhverjir þótt geti ekki nefnt þá. Einhverjir hafi sent börn heim eða séu að byrja á því. Lilja segir ástandið nú ekki einsdæmi, en þó með því versta sem upp hafi komið. Það eina sem hægt sé að gera til að aflétta ástandinu sé að hækka laun leiðbeinenda sem séu afleit. Til marks um hve illa starfsfólk haldist á leikskólum umgangist hvert barn að jafnaði á milli 25 og 30 starfsmenn á aðeins fjögurra ára leikskólaferli. Því má bæta við að borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að falla frá því að hækka leikskólagjöld fyrir börn námsmanna. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi þurfa að vera með börnin sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar sökum manneklu í leikskólanum. Leikskólastjórinn segist vita til þess að ástandið sé svipað í fleiri leikskólum. Á leikskólanum Klettaborg hefur eins og víðar gengið afskaplega erfiðlega að ráða starfsfólk í upphafi leikskólaárs. Enn hefur ekki tekist að manna í fjögur stöðugildi og því ekki um annað að ræða en að grípa til örþrifaráða. Lilja Eyþórsdóttir leikskólastjóri segir að sú erfiða ákvörðun hafi verið tekin að senda heim börn heim á hverjum degi. Byrjað verði á því í næstu viku og 14 börn af leikskólanum verði send heim daglega. Þannig verði það í tvær vikur. Hvert barn þarf því að vera heima hjá sér tvo daga á næstu tveim vikum, en síðan verður staðan endurmetin og þá kemur í ljós hvort foreldrar þurfi áfram að vera með börn heima. Aðspurð hvort foreldrarnir fái dagana endrugreidd játar Lilja því en bendir á að þeir myndu annars þurfa að borga tvöfalt fyrir að fá að hafa börnin á staðnum. Það sé því miður ekki hægt. Eins og gefur að skilja bitnar ástandið þó fyrst og fremst á börnunum sjálfum og Lilja segir það verst þeirra vegna að grípa þurfi til þessara aðgerða. Aðspurð hvort hún viti af fleiri leikskólum í sömu stöðu segir Lilja að hún telji að það séu einhverjir þótt geti ekki nefnt þá. Einhverjir hafi sent börn heim eða séu að byrja á því. Lilja segir ástandið nú ekki einsdæmi, en þó með því versta sem upp hafi komið. Það eina sem hægt sé að gera til að aflétta ástandinu sé að hækka laun leiðbeinenda sem séu afleit. Til marks um hve illa starfsfólk haldist á leikskólum umgangist hvert barn að jafnaði á milli 25 og 30 starfsmenn á aðeins fjögurra ára leikskólaferli. Því má bæta við að borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að falla frá því að hækka leikskólagjöld fyrir börn námsmanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira