Stefnir í neyðarástand 25. ágúst 2005 00:01 Neyðarástand er að myndast á elliheimilum landsins vegna manneklu. Ástæðan er einföld. Launin eru of lág og leita menn í auknum mæli í önnur störf. Hjúkrunarforstjóri Eirar segir þörf á úrlausnum og það strax. Illa gengur að manna stöður á elli- og hjúkrunarheimilum landsins og hefur þurft að stöðva nýjar innlagnir á Hrafnistu í Reykjavík og á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Stjórnendur segja að neyðarástand muni skapast ef ekki fæst fólk til starfa fljótlega en þessar stofnanir fá lítil viðbrögð við auglýsingum. Ástæðan er einföld, launin eru léleg. Birna Svarvarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Eir, segist ekki enn hafa þurft að stöðvar innlagnir en mannekla sé vissulega til staðar. Þeir starfsmenn sem sagt hafi upp að undanförnu segi henni að þeim hafi verið boðin hærri laun á öðrum vettvangi. Birna segir nauðsynlegt að hækka laun starfsfólksins. Hún segir umönnunarstörf lítið metin miðað við þær kröfur sem gerðar eru til starfsins. Víða er reynt að bjarga málum með því að fá starfsfólk til að koma fyrr úr fríi eða taka að sér aukavaktir en hjúkrunarforstjórar hafa margir hverjir áhyggjur af því að álag á starfsfólk sé að verða of mikið. Birna segir opinberar stofnanir hreinlega ekki samkeppnishæfar við almennan markað þegar kemur að launakjörum. Hendur forsvarsmanna elli- og hjúkrunarheimila séu bundnar og þeir greiði þau laun sem rúmist innan kjarasamninga, en þau virðist ekki duga. Yfir helmingur starfsmanna Eirar vinnur við umönnun og hefur um 105 þúsund krónur á mánuði í grunnlaun. Hrafnista hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir fólki á besta aldri, sem er ekki lengur á almennum vinnumarkaði, í umönnunarstörf. Engar kröfur eru gerðar um menntun eða starfsreynslu en um sé að ræða góða lausn á erfiðu máli. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Neyðarástand er að myndast á elliheimilum landsins vegna manneklu. Ástæðan er einföld. Launin eru of lág og leita menn í auknum mæli í önnur störf. Hjúkrunarforstjóri Eirar segir þörf á úrlausnum og það strax. Illa gengur að manna stöður á elli- og hjúkrunarheimilum landsins og hefur þurft að stöðva nýjar innlagnir á Hrafnistu í Reykjavík og á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Stjórnendur segja að neyðarástand muni skapast ef ekki fæst fólk til starfa fljótlega en þessar stofnanir fá lítil viðbrögð við auglýsingum. Ástæðan er einföld, launin eru léleg. Birna Svarvarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Eir, segist ekki enn hafa þurft að stöðvar innlagnir en mannekla sé vissulega til staðar. Þeir starfsmenn sem sagt hafi upp að undanförnu segi henni að þeim hafi verið boðin hærri laun á öðrum vettvangi. Birna segir nauðsynlegt að hækka laun starfsfólksins. Hún segir umönnunarstörf lítið metin miðað við þær kröfur sem gerðar eru til starfsins. Víða er reynt að bjarga málum með því að fá starfsfólk til að koma fyrr úr fríi eða taka að sér aukavaktir en hjúkrunarforstjórar hafa margir hverjir áhyggjur af því að álag á starfsfólk sé að verða of mikið. Birna segir opinberar stofnanir hreinlega ekki samkeppnishæfar við almennan markað þegar kemur að launakjörum. Hendur forsvarsmanna elli- og hjúkrunarheimila séu bundnar og þeir greiði þau laun sem rúmist innan kjarasamninga, en þau virðist ekki duga. Yfir helmingur starfsmanna Eirar vinnur við umönnun og hefur um 105 þúsund krónur á mánuði í grunnlaun. Hrafnista hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir fólki á besta aldri, sem er ekki lengur á almennum vinnumarkaði, í umönnunarstörf. Engar kröfur eru gerðar um menntun eða starfsreynslu en um sé að ræða góða lausn á erfiðu máli.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira