Erlent

Móðirin gefur sig fram

Kona, sem grunuð er um að hafa myrt níu nýfædd börn sem fundust í Austur Þýskalandi, hefur staðfest að þetta voru börn hennar. Hún segist ekki muna hvernig þau dóu. Konan, sem er 39 ára og  hefur einungis verið nafngreind sem Sabine H., var handtekin á sunnudag, vegna gruns um manndráp eftir að lögregla fann lík níu barna í blómapottum í þorpi nálægt landamærum Póllands. Talið er að börnin hafi fæðst á árunum 1988 til 1999. Annette Bargenda, saksóknari í málinu, sagði í gær að Sabine segðist ekki muna hvernig börnin létust, þar sem hún drakk mikið á þessum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×