Erlent

Sögulegur viðgerðarleiðangur

Einn geimfaranna um borð í Discovery, mun í dag fara í viðgerðarleiðangur sem ekki á sér fordæmi. Hann mun freista þess að fjarlægja tvö stykki sem skaga framan úr hitahlíf á skrokki ferjunnar og gætu leitt til þess að hún ofhitnaði á leið sinni inn í lofthjúp jarðar. Aldrei áður hefur geimfari verið sendur undir geimferju á ferð og eins hefur aldrei verið gerð tilraun til að laga hitahlifar við þessar aðstæður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×