Erlent

Ketill sprakk í baðhúsi í S-Kóreu

Að minnsta kosti fjórir létust og 40 slösuðust þegar ketill sprakk í baðhúsi í Suður-Kóreu í dag. Sprengingin var svo öflug að rúður sprungu og glerbrot þeyttust í allar áttir auk þess sem eldur og sjóðandi heitt vatn æddi um allt svo baðgestir þurftu að flýja fáklæddir út á götu. Þrír hinna látnu voru konur sem voru á snyrtistofu á neðri hæð baðhússins sem krömdust undir fargi. Þá fannst karlmaður látinn á bílastæði fyrir utan baðhúsið. Óttast er að fleiri hafi látist og leita björgunarmenn enn fólks í rústum baðhússins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×