Sport

Leik enn frestað vegna rigningar

Vegna ausandi rigningar var ekkert hægt að spila á Opna Nissan-mótinu í golfi. Keppni átti að ljúka í kvöld en Brian Davis sem hafði forystu eftir fyrsta keppnisdag hefur enn þá aðeins spilað 18 holur. Taílendingurinn, Tongchai Jaidee, sigraði á Opna Malasíumótinu í golfi sem lauk í Kúala Lúmpúr í morgun. Hann varð þremur höggum á undan Indverjanum Yoti Randhawa og fjórum á undan Svíanum Henrik Stenson sem lék best evrópskra kylfinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×