18 milljarðar í hátæknisjúkrahús 6. september 2005 00:01 Fyrirtækið Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu tæpa 67 milljarða króna í gær fyrir Landssíma Íslands hf., en þar með lauk umfangsmestu einkavæðingu í sögu þjóðarinnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra kynntu jafnframt í gær áætlun um ráðstöfun fjárins ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra. Liðlega 32 milljörðum króna í erlendri mynt verður varið strax til að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs. Stærsta einstaka framkvæmdin sem ráðist verður í er hátæknisjúkrahús á lóð Landspítalans en 18 milljarðar króna renna til verksins á fjórum árum. Í fyrsta áfanga verður byggt húsnæði fyrir slysa- og bráðaþjónustu sem og rannsóknastarfsemi spítalans. Liðlega 10 af 15 milljörðum, sem ráðgert er að verja til samgöngumála, renna til mannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. Sundabraut og breikkun Reykjanesbrautar eru þar stærstu einstöku verkefnin. Öll samgönguverkefnin eru á vegaáætlun og dreifast um allt land. Þremur milljörðum króna verður varið til kaupa á varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna. Nýsköpunarsjóði eru ætlaðir 2,5 milljarðar króna, þar af einn milljarður þegar á þessu ári. Forsætisráðherra segir að stóraukin framlög til nýsköpunar séu byltingarkennd fyrir sjóðinn. Einum milljarði verður varið nú þegar til umbóta á farsímakerfi landsmanna en alls um tveimur og hálfum milljarði á þremur árum. Einum milljarði verður einnig varið til úrbóta í húsnæðismálum geðfatlaðra. Löks er ráðgert að verja einum milljarði króna til nýbyggingar við Árnastofnun í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands og 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 2011. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar verða útfærðar frekar í frumvarpi sem lagt verður fram í upphafi Alþingis í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Sjá meira
Fyrirtækið Skipti ehf. greiddi íslenska ríkinu tæpa 67 milljarða króna í gær fyrir Landssíma Íslands hf., en þar með lauk umfangsmestu einkavæðingu í sögu þjóðarinnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra kynntu jafnframt í gær áætlun um ráðstöfun fjárins ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra. Liðlega 32 milljörðum króna í erlendri mynt verður varið strax til að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs. Stærsta einstaka framkvæmdin sem ráðist verður í er hátæknisjúkrahús á lóð Landspítalans en 18 milljarðar króna renna til verksins á fjórum árum. Í fyrsta áfanga verður byggt húsnæði fyrir slysa- og bráðaþjónustu sem og rannsóknastarfsemi spítalans. Liðlega 10 af 15 milljörðum, sem ráðgert er að verja til samgöngumála, renna til mannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. Sundabraut og breikkun Reykjanesbrautar eru þar stærstu einstöku verkefnin. Öll samgönguverkefnin eru á vegaáætlun og dreifast um allt land. Þremur milljörðum króna verður varið til kaupa á varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna. Nýsköpunarsjóði eru ætlaðir 2,5 milljarðar króna, þar af einn milljarður þegar á þessu ári. Forsætisráðherra segir að stóraukin framlög til nýsköpunar séu byltingarkennd fyrir sjóðinn. Einum milljarði verður varið nú þegar til umbóta á farsímakerfi landsmanna en alls um tveimur og hálfum milljarði á þremur árum. Einum milljarði verður einnig varið til úrbóta í húsnæðismálum geðfatlaðra. Löks er ráðgert að verja einum milljarði króna til nýbyggingar við Árnastofnun í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands og 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 2011. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar verða útfærðar frekar í frumvarpi sem lagt verður fram í upphafi Alþingis í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Sjá meira