Erlent

Sex börn létust í kláfaslysi

Slysið varð með þeim hætti að þyrla sem var að flytja steypuker missti það niður á einn kláfinn. Hann hrapaði til jarðar og biðu þrír farþegar hans bana. Farþegar í tveimur öðrum kláfum féllu útbyrðis vegna þess hve lyftutaugin sveiflaðist mikið til við slysið og biðu sex þeirra bana. Slysið varð í skíðabænum Soelden, 40 kílómetra suðvestur af Innsbruck og um 500 kílómetra vestur af Vínarborg. Þyrlan var að flytja byggingarefni upp á topp kláfalyftunnar þegar kerið losnaði. Það vó um 750 kíló en ekki var vitað hvort það var tómt þegar það féll á kláfinn. Þetta er mannskæðasta slys í Austurríki frá því árið 2000 þegar 155 skíðamenn létust þegar eldur braust út í toglest við skíðabæinn Kaprun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×