Innlent

Leið eins og á eyðieyju

Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch segir það versta við fellibylinn hafa verið að missa sambandið heim og ná ekki í systur sína Helgu Hrönn. Henni hafi liðið eins og á eyðieyju fyrstu dagana því hjálpin var engin. Lilja lá á útidyrahurðinni í þrjár klukkustundir til að halda henni aftur á meðan fellibylurinn geisaði. "Þetta er ekki bara rok eins og heima á Íslandi. Þrátt fyrir að vera í sterkbyggðu steinhúsi skjálfa veggirnir," sagði Lilja þegar símasambandið við heimili hennar var nýkomið á. Enn var rafmagnslaust. Fyrstu þrjá dagana eftir fellibylinn Katrínu var einnig vatnslaust. "Þá drakk ég það sem var í ísskápnum, en vegna rafmagnsleysis varð maturinn í honum fljótt ónýtur." Lilja segir útgöngubann í gildi eftir klukkan sjö á kvöldin. Fyrir þann tíma þurfi þurfi fólk að versla og taka bensín. Hvor röðin um sig taki þrjár klukkustundir. "Við erum mjög heppin hérna," segir Lilja spurð um aðstæðurnar: "Þakið er hálft farið og allt það, en þetta bjargast. Maður bjargar sér."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×