Erlent

Höfðu skrifað kveðjubréfin

Skipverjar rússneska smákafbátsins sem lá fastur á hafsbotni hafa tjáð sig í fyrsta sinn um veruna í bátnum áður en þeim var bjargað. Þeir segja vatnsskortinn hafa verið tilfinnanlegastan þar sem þeir hafi þurft að láta sér nægja tvo til þrjá vatnssopa á dag, þar sem þeir lágu flatir í þröngu, myrkvuðu rými. Þá hafi líkaminn vissulega orðið var við að súrefni var af skornum skammti, en í ljós hefur komið að súrefnisbirgðir hefðu ekki dugað nema í sex tíma til viðbótar þegar þeim var bjargað. Þegar á fimmtudag voru skipverjarnir búnir að skrifa kveðjubréf til ástvina sinna ef færi á versta veg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×