Óvíst um framtíð geimferjanna 8. ágúst 2005 00:01 Lendingu geimferjunnar Discovery sem áformuð hafði verið í gærmorgun var frestað um einn sólarhring vegna þykkra skýja og þrumuveðurs í nágrenninu. Þótt allar líkur séu á að blindflugstæki séu til staðar í þessum fullkomnasta flugfarkosti veraldar þá þótti stjórnendum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA rétt að bíða þar til rofaði til svo að ekkert færi úrskeiðis. Saga geimskutlanna hefur verið brokkgeng og því ekki talið verjandi að Discovery tæki neina áhættu. Aftur á flug STS-114-leiðangurinn sem Discovery hóf 26. júlí síðastliðinn var sá fyrsti sem bandarísk geimferja fór í eftir Kólumbíuslysið í febrúar 2003. Segja má að aðaltilgangur leiðangursins hafi verið pólitískur að koma geimferjuáætluninni á sporið á ný eins og sjá má af nafni leiðangurins, "Return to Flight". Liður í því var að prófa nýjan öryggisbúnað, Orbital Boom Sensor System (OBSS), sem er í rauninni fimmtán metra langur krani sem á er fest flókin tæki sem greint geta allar misfellur og frávik í starfsemi ferjunnar. Prófanir á þessum búnaði þóttu takast mjög vel. Í öðru lagi sneri leiðangurinn að aðstoð við Alþjóðlegu geimstöðina sem er á sporbaug um jörðu. Fluttar voru vistir um borð og skipt var um einn af snúðvísum stöðvarinnar en þeir eru notaðir til að halda henni stöðugri og stjórna stefnu hennar. Í þriðja lagi var unnið að viðgerðum á Discovery úti í geimnum. Þörfin fyrir þær kviknaði eftir vandkvæðin sem komu upp eftir flugtak ferjunnar en þá urðu menn þess áskynja að fúgur á milli hitahlífa höfðu rifnað upp sem skapaði hættu á að ferja brynni upp þegar hún kæmi inn í gufuhvolfið. Í síðustu viku fór Stephen Robinson geimfari í geimgöngu og togaði með handafli tvær fúgur sem héngu utan á ferjunni og gekk allt að óskum. Metnaðarfull áform Upphaf geimferjuáætlunar NASA má rekja til síðari hluta sjöunda áratugarins þegar Apollo-leiðangrarnir voru að renna sitt skeið. Fram til þess tíma höfðu eldflaugar og geimför að mestu verið einnota en forráðamenn stofnunarinnar vildu hins vegar láta hanna og smíða nýja kynslóð margnota geimferja. Geimferjuáætlunin var samt upphaflega aðeins hluti af mun metnaðarfyllri áformum sem fólu í sér að komið yrði á fót geimstöð á sporbaug um jörðu, geimnýlendu á tunglinu og að lokum mönnuðum geimferðum til Mars. Þegar efnahagskreppa áttunda áratugarins brast á varð hins vegar ljóst að þessar áætlanir yrðu aldrei að veruleika, til þess væru þær alltof kostnaðarsamar. Valið stóð á endanum á milli smíði geimferju eða geimstöðvar og þar sem talið var óhugsandi að smíða geimstöð án geimferju var frekar ráðist í fyrrnefnda kostinn. Árið 1972 ýtti Richard Nixon Bandaríkjaforseti geimferjuáætluninni formlega úr vör. Fjórum árum síðar var svo tilraunaflaugin Enterprise afhjúpuð og henni nokkrum sinnum flogið í gufuhvolfinu. Sagan segir að hún hafi raunar átt að heita Constitution en vegna áskorana og þrýstings frá Star Trek-aðdáendum hafi nafni hennar verið breytt til samræmis við skutluna góðu úr þáttunum. Fyrstu geimsferjuleiðangurinn var hins vegar ekki farinn fyrr en í apríl 1981 en þá var Kólumbíu skotið úr í geiminn. Challenger-ferjan var sú þriðja í röðinni (1982), Discovery var afhent 1983 og Atlantis 1985. Síðasta geimskutlan, Endeavour, kom svo til sögunnar 1991 en hún var smíðuð í stað Challenger sem sprakk árið 1986. Þyrnum stráð saga Þótt geimferjuáætlunin hafi í upphafi lofað góðu tók að halla undan fæti þegar á leið. Í janúar 1986 fylgdist heimsbyggðin með geimferjunni Challenger springa í loft upp í beinni útsendingu frá flugtakinu en þéttihringur í eldsneytisflaug hafði gefið sig með þessum afleiðingum. Sjö manna áhöfn ferjunnar fórst, þar á meðal var Christa McAuliffe, 36 ára gömul kennslukona frá New Hampshire. Hún hafði verið valin úr hópi 11.000 kennara til að taka þátt í leiðangrinum og því vakti hann svo mikla athygli. Nánast upp á dag sjö árum síðar, eða 1. febrúar 2003, fórst svo geimferjan Kólumbía með sjö manna áhöfn. Rétt eins og í flugtaki Discovery á dögunum höfðu hitahlífar af eldsneytisflaug gefið sig í flugtaki, fallið á sjálfa ferjuna og valdið á henni skemmdum sem urðu svo til þess að hún brann upp við komuna í gufuhvolf jarðar. Slysin tvö voru NASA að vonum gífurlegt áfall. Sú staðreynd að tvær ferjur höfðu farist og fjórtán manns með þeim í ríflega hundrað leiðöngrum var einfaldlega ekki ásættanlegt að mati stofnunarinnar. Þegar við bættist miklill kostnaður við áætlunina, alls um 100 milljarðar króna á ári, þótti ljóst að upphaflegu markmiðin með smíði ferjanna, að búa til hagkvæmt og öruggt geimfar, voru í raun brostin. Erfiðleikarnir sem upp hafa komið í STS-114-leiðangrinum gætu verið síðasti naglinn í kistu geimferjuáætlunarinnar. Þótt flest bendi til að Discovery lendi heilu og höldnu í Flórída í dag eða einhvern næstu daga þá hefur NASA þegar lýst því yfir að öllum frekari geimskotum verði frestað um óákveðinn tíma þar til búið er að koma í veg fyrir óhöpp eins og þau sem grönduðu Kólumbíu og ógnuðu Discovery. Framtíð áætlunarinnar veltur í rauninni á því. Erlent Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Lendingu geimferjunnar Discovery sem áformuð hafði verið í gærmorgun var frestað um einn sólarhring vegna þykkra skýja og þrumuveðurs í nágrenninu. Þótt allar líkur séu á að blindflugstæki séu til staðar í þessum fullkomnasta flugfarkosti veraldar þá þótti stjórnendum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA rétt að bíða þar til rofaði til svo að ekkert færi úrskeiðis. Saga geimskutlanna hefur verið brokkgeng og því ekki talið verjandi að Discovery tæki neina áhættu. Aftur á flug STS-114-leiðangurinn sem Discovery hóf 26. júlí síðastliðinn var sá fyrsti sem bandarísk geimferja fór í eftir Kólumbíuslysið í febrúar 2003. Segja má að aðaltilgangur leiðangursins hafi verið pólitískur að koma geimferjuáætluninni á sporið á ný eins og sjá má af nafni leiðangurins, "Return to Flight". Liður í því var að prófa nýjan öryggisbúnað, Orbital Boom Sensor System (OBSS), sem er í rauninni fimmtán metra langur krani sem á er fest flókin tæki sem greint geta allar misfellur og frávik í starfsemi ferjunnar. Prófanir á þessum búnaði þóttu takast mjög vel. Í öðru lagi sneri leiðangurinn að aðstoð við Alþjóðlegu geimstöðina sem er á sporbaug um jörðu. Fluttar voru vistir um borð og skipt var um einn af snúðvísum stöðvarinnar en þeir eru notaðir til að halda henni stöðugri og stjórna stefnu hennar. Í þriðja lagi var unnið að viðgerðum á Discovery úti í geimnum. Þörfin fyrir þær kviknaði eftir vandkvæðin sem komu upp eftir flugtak ferjunnar en þá urðu menn þess áskynja að fúgur á milli hitahlífa höfðu rifnað upp sem skapaði hættu á að ferja brynni upp þegar hún kæmi inn í gufuhvolfið. Í síðustu viku fór Stephen Robinson geimfari í geimgöngu og togaði með handafli tvær fúgur sem héngu utan á ferjunni og gekk allt að óskum. Metnaðarfull áform Upphaf geimferjuáætlunar NASA má rekja til síðari hluta sjöunda áratugarins þegar Apollo-leiðangrarnir voru að renna sitt skeið. Fram til þess tíma höfðu eldflaugar og geimför að mestu verið einnota en forráðamenn stofnunarinnar vildu hins vegar láta hanna og smíða nýja kynslóð margnota geimferja. Geimferjuáætlunin var samt upphaflega aðeins hluti af mun metnaðarfyllri áformum sem fólu í sér að komið yrði á fót geimstöð á sporbaug um jörðu, geimnýlendu á tunglinu og að lokum mönnuðum geimferðum til Mars. Þegar efnahagskreppa áttunda áratugarins brast á varð hins vegar ljóst að þessar áætlanir yrðu aldrei að veruleika, til þess væru þær alltof kostnaðarsamar. Valið stóð á endanum á milli smíði geimferju eða geimstöðvar og þar sem talið var óhugsandi að smíða geimstöð án geimferju var frekar ráðist í fyrrnefnda kostinn. Árið 1972 ýtti Richard Nixon Bandaríkjaforseti geimferjuáætluninni formlega úr vör. Fjórum árum síðar var svo tilraunaflaugin Enterprise afhjúpuð og henni nokkrum sinnum flogið í gufuhvolfinu. Sagan segir að hún hafi raunar átt að heita Constitution en vegna áskorana og þrýstings frá Star Trek-aðdáendum hafi nafni hennar verið breytt til samræmis við skutluna góðu úr þáttunum. Fyrstu geimsferjuleiðangurinn var hins vegar ekki farinn fyrr en í apríl 1981 en þá var Kólumbíu skotið úr í geiminn. Challenger-ferjan var sú þriðja í röðinni (1982), Discovery var afhent 1983 og Atlantis 1985. Síðasta geimskutlan, Endeavour, kom svo til sögunnar 1991 en hún var smíðuð í stað Challenger sem sprakk árið 1986. Þyrnum stráð saga Þótt geimferjuáætlunin hafi í upphafi lofað góðu tók að halla undan fæti þegar á leið. Í janúar 1986 fylgdist heimsbyggðin með geimferjunni Challenger springa í loft upp í beinni útsendingu frá flugtakinu en þéttihringur í eldsneytisflaug hafði gefið sig með þessum afleiðingum. Sjö manna áhöfn ferjunnar fórst, þar á meðal var Christa McAuliffe, 36 ára gömul kennslukona frá New Hampshire. Hún hafði verið valin úr hópi 11.000 kennara til að taka þátt í leiðangrinum og því vakti hann svo mikla athygli. Nánast upp á dag sjö árum síðar, eða 1. febrúar 2003, fórst svo geimferjan Kólumbía með sjö manna áhöfn. Rétt eins og í flugtaki Discovery á dögunum höfðu hitahlífar af eldsneytisflaug gefið sig í flugtaki, fallið á sjálfa ferjuna og valdið á henni skemmdum sem urðu svo til þess að hún brann upp við komuna í gufuhvolf jarðar. Slysin tvö voru NASA að vonum gífurlegt áfall. Sú staðreynd að tvær ferjur höfðu farist og fjórtán manns með þeim í ríflega hundrað leiðöngrum var einfaldlega ekki ásættanlegt að mati stofnunarinnar. Þegar við bættist miklill kostnaður við áætlunina, alls um 100 milljarðar króna á ári, þótti ljóst að upphaflegu markmiðin með smíði ferjanna, að búa til hagkvæmt og öruggt geimfar, voru í raun brostin. Erfiðleikarnir sem upp hafa komið í STS-114-leiðangrinum gætu verið síðasti naglinn í kistu geimferjuáætlunarinnar. Þótt flest bendi til að Discovery lendi heilu og höldnu í Flórída í dag eða einhvern næstu daga þá hefur NASA þegar lýst því yfir að öllum frekari geimskotum verði frestað um óákveðinn tíma þar til búið er að koma í veg fyrir óhöpp eins og þau sem grönduðu Kólumbíu og ógnuðu Discovery. Framtíð áætlunarinnar veltur í rauninni á því.
Erlent Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira