Innlent

Unnið að brottvísun mótmælenda

Útlendingastofnun fékk í morgun gögn um tólf útlendinga sem sýslumaðurinn á Eskifirði fer fram á að verði vísað úr landi. Fólkið sem um ræðir mótmælti byggingu álvers á Reyðarfirði í síðustu viku meðal annars með því að klifra upp í krana og stöðvuðu þannig vinnu í nokkrar klukkustundir. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur verið beðið um frekari upplýsingar varðandi nokkra mótmælendanna. Vonir standa til að hægt verði að afgreiða málin í dag en það gæti þó ekki orðið fyrr en á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×