Erlent

Hryðjuverkahótanir í Sádí-Arabíu

Sendiráði Bandaríkjanna í Riyadh og tveimur ræðismannsskrifstofum í Sádi-Arabíu var lokað í gær eftir að stjórnvöldum barst hótun um mögulegar hryðjuverkaárásir. Skrifstofurnar verða opnaðar á ný á morgun. Árið 2003 voru um 30 þúsund Bandaríkjamenn búsettir í landinu en síðan þá hefur þeim ítrekað verið bent á að yfirgefa landið og hafa sendiráð annarra ríkja gert það sama við sína þegna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×