Ástæða til að kanna fákeppni á matvælamarkaði 6. desember 2005 23:28 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur ástæðu til að kanna hvort ráðandi staða eins aðila á matvælamarkaði sé misnotuð í ljósi þess að þar ríki fákeppni. Eigandi Fjarðarkaups segir styrk Baugs yfirþyrmandi, svo mjög að smáu fyrirtækin séu undir hælnum á heildsölum sem aftur eru undir hælnum á Baugi. Yfirburðastaða Baugs á matvælamarkaðnum var tilefni til umræðna á Alþingi í gær. Viðskiptaráðherra segir málið á könnu Samkeppnisyfirvalda. Eigendur nokkurra smærri verslana kvörtuðu sáran í samtali við fréttamann NFS í dag. Voru þeir sammála um að staða þeirra værri verri en nokkru sinni. Ingvi Rúnar Guðmundsson, fyrrverandi eigandi Spar Bæjarlind, segist hafa verið hrakinn af markaðnum í kjölfar verðstríðs í upphafi árs sem hann segir Baug hafa getað haldið úti að geðþótta. Ingvi telur það réttmæta spurningu hvort með því hafi Baugur verið að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Aðspurður hvort hann hafi ekki bara orðið undir í samkeppni gegn vel reknu fyrirtæki sem með aukinn velgengni hafi fært út kvíarnar segir Ingi Rúnar að sér finnist það mjög óeðlilegt að alltaf sé verið að tala um það, og það sé leyft að, sem og að innri vextir fyrirtækja séu stöðvaðir eða hamlaðir. "En hins vegar mega þessir stóru aðilar opna verslanir hvar sem er og þess vegna í samkeppni við hina smærri, en þeir mega ekki kaupa þá. Og mér finnst það mjög óeðlilegt samkeppnisumhverfi að menn komist upp með það að geta opnað alls staðar en þessir litlu kaupmenn koma aldrei til með að geta það. Þar af leiðandi verður þetta þannig að sennilega verða bara tveir aðilar á þessum markaði," segir Ingi Rúnar. Ráðandi staða Tesco á breskum matvælamarkaði veldur stjórnvöldum þar nú áhyggjum. Það fyrirtæki hefur ríflega 30 prósenta markaðshlutdeild. Baugur ku hafa ríflega 60 prósenta markaðshlutdeild. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að ekki sé ólöglegt að hafa markaðsráðandi stöðu á markaði. Aðspurður hvort samkeppniseftirlitið hafi áhyggjur af stöðunni á íslenskum matvælamarkaði segir Páll Gunnar að auðvitað geti það verið áhyggjuefni almennt; aðstæðurnar geti verið með þeim hætti að menn hafi áhyggjur af því. Formlegu heimildirnar lúti þó að því hvort að verið sé að misnota markaðsráðandi stöðu eða ekki. Spurður hvort þeir fylgist vel með því segir Páll Gunnar svo vera. Páll segir að Samkeppniseftirlitið muni bráðlega kynna samnorræna skýrslu um samkeppni á matvælamarkaði á Norðurlöndum. Mun hann þá í framhaldinu fjalla nánar um stöðu mála á Íslandi. Gísli Sigurbergsson, einn eigenda Fjarðakaupa í Hafnarfirði, segir þá minni á markaðnum varla sjálfstæða lengur. Reksturinn verði æ erfiðari eftir því sem styrkur Baugs vaxi. Segir hann heildsala fórna minni hagsmunum fyrir meiri og það bitni á smáverslununum og geri þeim erfitt fyrir um að bjóða fram vörur á sérstökum tilboðum sem ekki hugnist risanum. Heildsalarnir séu undir hælnum á risanum og smákaupmennirnir undir hælnum á heildsölunum. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur ástæðu til að kanna hvort ráðandi staða eins aðila á matvælamarkaði sé misnotuð í ljósi þess að þar ríki fákeppni. Eigandi Fjarðarkaups segir styrk Baugs yfirþyrmandi, svo mjög að smáu fyrirtækin séu undir hælnum á heildsölum sem aftur eru undir hælnum á Baugi. Yfirburðastaða Baugs á matvælamarkaðnum var tilefni til umræðna á Alþingi í gær. Viðskiptaráðherra segir málið á könnu Samkeppnisyfirvalda. Eigendur nokkurra smærri verslana kvörtuðu sáran í samtali við fréttamann NFS í dag. Voru þeir sammála um að staða þeirra værri verri en nokkru sinni. Ingvi Rúnar Guðmundsson, fyrrverandi eigandi Spar Bæjarlind, segist hafa verið hrakinn af markaðnum í kjölfar verðstríðs í upphafi árs sem hann segir Baug hafa getað haldið úti að geðþótta. Ingvi telur það réttmæta spurningu hvort með því hafi Baugur verið að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Aðspurður hvort hann hafi ekki bara orðið undir í samkeppni gegn vel reknu fyrirtæki sem með aukinn velgengni hafi fært út kvíarnar segir Ingi Rúnar að sér finnist það mjög óeðlilegt að alltaf sé verið að tala um það, og það sé leyft að, sem og að innri vextir fyrirtækja séu stöðvaðir eða hamlaðir. "En hins vegar mega þessir stóru aðilar opna verslanir hvar sem er og þess vegna í samkeppni við hina smærri, en þeir mega ekki kaupa þá. Og mér finnst það mjög óeðlilegt samkeppnisumhverfi að menn komist upp með það að geta opnað alls staðar en þessir litlu kaupmenn koma aldrei til með að geta það. Þar af leiðandi verður þetta þannig að sennilega verða bara tveir aðilar á þessum markaði," segir Ingi Rúnar. Ráðandi staða Tesco á breskum matvælamarkaði veldur stjórnvöldum þar nú áhyggjum. Það fyrirtæki hefur ríflega 30 prósenta markaðshlutdeild. Baugur ku hafa ríflega 60 prósenta markaðshlutdeild. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að ekki sé ólöglegt að hafa markaðsráðandi stöðu á markaði. Aðspurður hvort samkeppniseftirlitið hafi áhyggjur af stöðunni á íslenskum matvælamarkaði segir Páll Gunnar að auðvitað geti það verið áhyggjuefni almennt; aðstæðurnar geti verið með þeim hætti að menn hafi áhyggjur af því. Formlegu heimildirnar lúti þó að því hvort að verið sé að misnota markaðsráðandi stöðu eða ekki. Spurður hvort þeir fylgist vel með því segir Páll Gunnar svo vera. Páll segir að Samkeppniseftirlitið muni bráðlega kynna samnorræna skýrslu um samkeppni á matvælamarkaði á Norðurlöndum. Mun hann þá í framhaldinu fjalla nánar um stöðu mála á Íslandi. Gísli Sigurbergsson, einn eigenda Fjarðakaupa í Hafnarfirði, segir þá minni á markaðnum varla sjálfstæða lengur. Reksturinn verði æ erfiðari eftir því sem styrkur Baugs vaxi. Segir hann heildsala fórna minni hagsmunum fyrir meiri og það bitni á smáverslununum og geri þeim erfitt fyrir um að bjóða fram vörur á sérstökum tilboðum sem ekki hugnist risanum. Heildsalarnir séu undir hælnum á risanum og smákaupmennirnir undir hælnum á heildsölunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira