Erlent

Hjónabönd samkynhneigðra

Kanada verður að öllum líkindum þriðja ríkið til að leyfa hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Talið er að frumvarp um lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra verði samþykkt á kanadíska þinginu í þessari viku. Andstæðingar gera þessa dagana lokatilraun til þess að koma í veg fyrir að málið fari í gegn en ólíklegt er talið að þeim heppnist ætlunarverk sitt. Hjónabönd samkynhneigðra hafa þegar verið leyfð í Hollandi og Belgíu. Þá verða þau einnig fljótlega leyfð á Spáni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×