Erlent

Réttarhöld í Beslan hefjast

Réttarhöldin yfir fyrstu sakborningunum sem er gefið að sök að hafa staðið að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi í fyrra, hefjast í dag. Rúmlega 330 dóu í gíslatökunni, helmingurinn börn. Einn sakborninganna hefur að sögn játað að hafa tekið þátt í gíslatökunni en segist ekki hafa drepið neinn. Sakborningarnir eiga lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Mörg fórnarlömb gíslatökunnar og aðstandendur þeirra sem létust krefjast þess að ódæðismennirnir verði dæmdir til dauða, en dauðarefsing var lögð niður í Rússlandi árið 1996.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×