Staða kvenna í heiminum ekki góð 29. ágúst 2005 00:01 Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair. Yfir 50 menningarráðherrar úr röðum kvenna sitja nú ráðstefnu á Hóteli Nordica þar sem Cherie Booth Blair kynnti nýútkomna skýrslu um stöðu kvenna í 58 ríkjum heims, þar á meðal öllum OECD-ríkjunum. Í skýrslunni er komið inn á menntunarstig kvenna, almennt heilsufarsástand og efnahagsleg og pólitísk völd þeirra. Útkoman er ekki góð. Í skýrslunni kemur fram að hvergi í heiminum hafi konur þau völd sem karlar hafi þrátt fyrir að konur séu jafn hæfileikaríkar og karlar, ef ekki hæfileikaríkari, eins og Booth Blair orðar það. Hún viðurkennir þó að ástandið sé mismunandi slæmt og skárst sé það á Norðurlöndum. Þó megi geta þess að á meðan konur skipa 45 prósent þingsæta í Svíþjóð eru þær 49 prósent á þingi í Rúanda. Booth Blair segir markmið ráðstefnunnar að mynda tengslanet menningarráðherra úr röðum kvenna til að geta borið saman reynslu og þekkingu í von um að þær geti nýtt sem best þau völd sem þær hafa fengið. Hún segist enn fremur telja að könnunin sýni að jarðarbúar séu á góðri leið með að öðlast jafna möguleika. Íslendingar standi sig á við það besta sem þekkist annars staðar. Samt sé enn langt í land og á skalanum 1-7 telji hún að ekkert land hafi náð hærra en fimm, en Ísland sé á réttri leið. Hún segir það undir okkur komið hversu langan tíma það muni taka að koma á jafnrétti. Ef pólitískur vilji sé til að koma því í kring geti það gerst mjög hratt eins og Íslendingar hafi sýnt. Ef hann sé ekki fyrir hendi verði biðin endalaus. Booth Blair segir að vissulega séu lönd heimsins á réttri leið með að rétta stöðu kynjanna, en langt sé þó í land. Hún segir þó Íslendinga geta státað sig af því að vera meðal þeirra landa sem best hefur staðið sig í að rétta stöðu karla og kvenna. Ráðstefnunni lýkur á morgun en hún er haldin af íslenskum stjórnvöldum og í tilfefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en Vigdís var fyrsti formaður heimsráðs kvenleiðtoga. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair. Yfir 50 menningarráðherrar úr röðum kvenna sitja nú ráðstefnu á Hóteli Nordica þar sem Cherie Booth Blair kynnti nýútkomna skýrslu um stöðu kvenna í 58 ríkjum heims, þar á meðal öllum OECD-ríkjunum. Í skýrslunni er komið inn á menntunarstig kvenna, almennt heilsufarsástand og efnahagsleg og pólitísk völd þeirra. Útkoman er ekki góð. Í skýrslunni kemur fram að hvergi í heiminum hafi konur þau völd sem karlar hafi þrátt fyrir að konur séu jafn hæfileikaríkar og karlar, ef ekki hæfileikaríkari, eins og Booth Blair orðar það. Hún viðurkennir þó að ástandið sé mismunandi slæmt og skárst sé það á Norðurlöndum. Þó megi geta þess að á meðan konur skipa 45 prósent þingsæta í Svíþjóð eru þær 49 prósent á þingi í Rúanda. Booth Blair segir markmið ráðstefnunnar að mynda tengslanet menningarráðherra úr röðum kvenna til að geta borið saman reynslu og þekkingu í von um að þær geti nýtt sem best þau völd sem þær hafa fengið. Hún segist enn fremur telja að könnunin sýni að jarðarbúar séu á góðri leið með að öðlast jafna möguleika. Íslendingar standi sig á við það besta sem þekkist annars staðar. Samt sé enn langt í land og á skalanum 1-7 telji hún að ekkert land hafi náð hærra en fimm, en Ísland sé á réttri leið. Hún segir það undir okkur komið hversu langan tíma það muni taka að koma á jafnrétti. Ef pólitískur vilji sé til að koma því í kring geti það gerst mjög hratt eins og Íslendingar hafi sýnt. Ef hann sé ekki fyrir hendi verði biðin endalaus. Booth Blair segir að vissulega séu lönd heimsins á réttri leið með að rétta stöðu kynjanna, en langt sé þó í land. Hún segir þó Íslendinga geta státað sig af því að vera meðal þeirra landa sem best hefur staðið sig í að rétta stöðu karla og kvenna. Ráðstefnunni lýkur á morgun en hún er haldin af íslenskum stjórnvöldum og í tilfefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en Vigdís var fyrsti formaður heimsráðs kvenleiðtoga.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira