Staða kvenna í heiminum ekki góð 29. ágúst 2005 00:01 Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair. Yfir 50 menningarráðherrar úr röðum kvenna sitja nú ráðstefnu á Hóteli Nordica þar sem Cherie Booth Blair kynnti nýútkomna skýrslu um stöðu kvenna í 58 ríkjum heims, þar á meðal öllum OECD-ríkjunum. Í skýrslunni er komið inn á menntunarstig kvenna, almennt heilsufarsástand og efnahagsleg og pólitísk völd þeirra. Útkoman er ekki góð. Í skýrslunni kemur fram að hvergi í heiminum hafi konur þau völd sem karlar hafi þrátt fyrir að konur séu jafn hæfileikaríkar og karlar, ef ekki hæfileikaríkari, eins og Booth Blair orðar það. Hún viðurkennir þó að ástandið sé mismunandi slæmt og skárst sé það á Norðurlöndum. Þó megi geta þess að á meðan konur skipa 45 prósent þingsæta í Svíþjóð eru þær 49 prósent á þingi í Rúanda. Booth Blair segir markmið ráðstefnunnar að mynda tengslanet menningarráðherra úr röðum kvenna til að geta borið saman reynslu og þekkingu í von um að þær geti nýtt sem best þau völd sem þær hafa fengið. Hún segist enn fremur telja að könnunin sýni að jarðarbúar séu á góðri leið með að öðlast jafna möguleika. Íslendingar standi sig á við það besta sem þekkist annars staðar. Samt sé enn langt í land og á skalanum 1-7 telji hún að ekkert land hafi náð hærra en fimm, en Ísland sé á réttri leið. Hún segir það undir okkur komið hversu langan tíma það muni taka að koma á jafnrétti. Ef pólitískur vilji sé til að koma því í kring geti það gerst mjög hratt eins og Íslendingar hafi sýnt. Ef hann sé ekki fyrir hendi verði biðin endalaus. Booth Blair segir að vissulega séu lönd heimsins á réttri leið með að rétta stöðu kynjanna, en langt sé þó í land. Hún segir þó Íslendinga geta státað sig af því að vera meðal þeirra landa sem best hefur staðið sig í að rétta stöðu karla og kvenna. Ráðstefnunni lýkur á morgun en hún er haldin af íslenskum stjórnvöldum og í tilfefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en Vigdís var fyrsti formaður heimsráðs kvenleiðtoga. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair. Yfir 50 menningarráðherrar úr röðum kvenna sitja nú ráðstefnu á Hóteli Nordica þar sem Cherie Booth Blair kynnti nýútkomna skýrslu um stöðu kvenna í 58 ríkjum heims, þar á meðal öllum OECD-ríkjunum. Í skýrslunni er komið inn á menntunarstig kvenna, almennt heilsufarsástand og efnahagsleg og pólitísk völd þeirra. Útkoman er ekki góð. Í skýrslunni kemur fram að hvergi í heiminum hafi konur þau völd sem karlar hafi þrátt fyrir að konur séu jafn hæfileikaríkar og karlar, ef ekki hæfileikaríkari, eins og Booth Blair orðar það. Hún viðurkennir þó að ástandið sé mismunandi slæmt og skárst sé það á Norðurlöndum. Þó megi geta þess að á meðan konur skipa 45 prósent þingsæta í Svíþjóð eru þær 49 prósent á þingi í Rúanda. Booth Blair segir markmið ráðstefnunnar að mynda tengslanet menningarráðherra úr röðum kvenna til að geta borið saman reynslu og þekkingu í von um að þær geti nýtt sem best þau völd sem þær hafa fengið. Hún segist enn fremur telja að könnunin sýni að jarðarbúar séu á góðri leið með að öðlast jafna möguleika. Íslendingar standi sig á við það besta sem þekkist annars staðar. Samt sé enn langt í land og á skalanum 1-7 telji hún að ekkert land hafi náð hærra en fimm, en Ísland sé á réttri leið. Hún segir það undir okkur komið hversu langan tíma það muni taka að koma á jafnrétti. Ef pólitískur vilji sé til að koma því í kring geti það gerst mjög hratt eins og Íslendingar hafi sýnt. Ef hann sé ekki fyrir hendi verði biðin endalaus. Booth Blair segir að vissulega séu lönd heimsins á réttri leið með að rétta stöðu kynjanna, en langt sé þó í land. Hún segir þó Íslendinga geta státað sig af því að vera meðal þeirra landa sem best hefur staðið sig í að rétta stöðu karla og kvenna. Ráðstefnunni lýkur á morgun en hún er haldin af íslenskum stjórnvöldum og í tilfefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en Vigdís var fyrsti formaður heimsráðs kvenleiðtoga.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira