Erlent

Ísraelar flykkjast frá Gasasvæðinu

Ísraelar flykkjast nú frá Gasasvæðinu en brottflutningur hófst formlega klukkan níu í gærkvöld eða á miðnætti að staðartíma. Íbúum hefur formlega verið afhent tilkynning um að þeir hafi tvo daga til að yfirgefa Gasasvæðið, ella muni Ísraelsher rýma byggðirnar með valdi. Reiðir íbúar brutu bílrúður og kveiktu í hjólbörðum í gærkvöld í mótmælaskyni á suðurhluta Gasa og komu þúsundir einnig saman í Jerúsalem til að mótmæla stefnu Ariels Sharons, forsætisráðherra landsins. Hermenn komu fyrir vegartálma við Kissufim-landamærastöðina milli Ísraels og Gasa til að koma í veg fyrir að fólk færi inn á svæðið. Í samtali við ísraelska sjónvarpsstöð sagði Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, að Ísraelar hefðu valið rétta leið og nú yrði auðveldara að koma á friði á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×