Erlent

Galloway sakaður um mútuþægni

Nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings sakaði þá George Galloway, þingmann á Bretlandi, og Charles Pasqua, fyrrverandi ráðherra í frönsku ríkisstjórninni, um að hafa þegið mútur í formi olíukaupréttar af hendi Saddams Hussein á meðan olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna var í gildi á árunum 1996-2003. Galloway, sem sagði sig úr Verkamannaflokknum vegna Íraksstríðsins og náði svo kjöri í kosningunum í síðustu viku sem óháður, vísaði ásökunum þingnefndarinnar á bug og sagði að það væri fáránlegt að halda því fram að þingmaður sem væri undir stöðugu eftirliti yfirvalda hefði getað tekið þátt í slíku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×