Jafntefli í kaflaskiptum leik 11. desember 2005 07:15 Arnar Jón Agnarsson lék ágætlega fyrir Fylki í gær. Hann skorar hér eitt þriggja marka sinna. Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Heimamenn byrjuðu leikinn betur en um miðbik fyrri hálfleiks misstu þeir tvo menn af velli og tveimur fleiri náðu Fylkismenn að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þegar jafnt varð í liðum á ný tóku HK-ingar síðan forystuna aftur og höfðu yfir 15-13 í hálfleik. Þeir virtust hafa mætt ákveðnari til leiks en náðu ekki að halda sama skriðinu í seinni hálfleik. Fylkismenn unnu upp forskot HK en þegar staðan var 20-18, HK í vil, komu skyndilega fimm mörk í röð frá gestunum sem náðu þriggja marka forskoti. HK jafnaði metin og síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora, þegar mínúta var eftir kom Remigijus Cepulis heimamönnum yfir en Eymar Krüger jafnaði þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka. HK fór í síðustu sókn leiksins en hún rann út í sandinn og úrslitin 27-27. "Ég er alveg langt frá því að vera sáttur við þessi úrslit. Fylkir var ekkert að spila vel en við vorum algjörir klaufar að ná ekki að nýta okkur það og sigra þennan leik, við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var hrikalegur og varnarleikurinn var eiginlega ekki til staðar," sagði Arnar Reynisson, markvörður HK, eftir leikinn en hann varði fimmtán skot. Hlynur Morthens í marki Fylkis varði nítján. Heimir Örn Árnason var í aðalhlutverki hjá Fylki að vanda en hann skoraði sex mörk, Remigijus Cepulis skoraði mest fyrir HK eða átta mörk. Eftir þessi úrslit eru Fylkismenn komnir upp í þriðja sæti deildarinnar en hafa reyndar leikið fleiri leiki en liðin á eftir. Barátta HK-inga fyrir því að ná að enda í efri hlutanum heldur áfram en liðið er í níunda sæti en kringum þá er pakkinn mjög þéttur. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Heimamenn byrjuðu leikinn betur en um miðbik fyrri hálfleiks misstu þeir tvo menn af velli og tveimur fleiri náðu Fylkismenn að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þegar jafnt varð í liðum á ný tóku HK-ingar síðan forystuna aftur og höfðu yfir 15-13 í hálfleik. Þeir virtust hafa mætt ákveðnari til leiks en náðu ekki að halda sama skriðinu í seinni hálfleik. Fylkismenn unnu upp forskot HK en þegar staðan var 20-18, HK í vil, komu skyndilega fimm mörk í röð frá gestunum sem náðu þriggja marka forskoti. HK jafnaði metin og síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora, þegar mínúta var eftir kom Remigijus Cepulis heimamönnum yfir en Eymar Krüger jafnaði þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka. HK fór í síðustu sókn leiksins en hún rann út í sandinn og úrslitin 27-27. "Ég er alveg langt frá því að vera sáttur við þessi úrslit. Fylkir var ekkert að spila vel en við vorum algjörir klaufar að ná ekki að nýta okkur það og sigra þennan leik, við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var hrikalegur og varnarleikurinn var eiginlega ekki til staðar," sagði Arnar Reynisson, markvörður HK, eftir leikinn en hann varði fimmtán skot. Hlynur Morthens í marki Fylkis varði nítján. Heimir Örn Árnason var í aðalhlutverki hjá Fylki að vanda en hann skoraði sex mörk, Remigijus Cepulis skoraði mest fyrir HK eða átta mörk. Eftir þessi úrslit eru Fylkismenn komnir upp í þriðja sæti deildarinnar en hafa reyndar leikið fleiri leiki en liðin á eftir. Barátta HK-inga fyrir því að ná að enda í efri hlutanum heldur áfram en liðið er í níunda sæti en kringum þá er pakkinn mjög þéttur.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira