Innlent

Hjúskaparlög þjóni öllum

Á Alþingi. Sólveig Pétursdóttir hlustaði á aðstandendur samkynheigðra í gær.
Á Alþingi. Sólveig Pétursdóttir hlustaði á aðstandendur samkynheigðra í gær.

Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra skora á alþingi Íslendinga að breyta hjúskaparlögum á þann veg að þau þjóni bæði gagnkynhneigðu og samkynhneigðu fólki.

"Með því einu að breyta gildissviði laganna í 1. grein og setja að lögin gildi um hjúskap tveggja einstaklinga, en ekki karls og konu eins og nú er, og hnika til orðalagi hér og þar í lögunum, næðist þetta fram," segir í ályktun samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×