Innlent

Skólinn blessaður

Í Ljósaborg. Kennarar og nemendur létu ljós sitt skína þegar Ljósaborg var tekin formlega í notkun.
Í Ljósaborg. Kennarar og nemendur létu ljós sitt skína þegar Ljósaborg var tekin formlega í notkun.

Mikið var um dýrðir á Borg í Grímsnesi á föstudag en þá var tekinn formlega í notkun grunnskólinn Ljósaborg og skrifstofur sveitarfélagsins. Innan við ár er frá því að fyrsta skóflustungan var tekin.

Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup í Skálholti, blessaði bygginguna og Kammerkór Bisk­ups­­tungna söng nokkur lög en grunnskólabörnin sáu um að tendra ljósin áður en gengið var í kringum jólatré.

Alls stunda 34 börn nám í Ljósaborg. Margrét Sigurðardóttir sveitar­stjóri var hin kátasta og segir hún að mikillar uppbyggingar sé að vænta í hreppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×