Innlent

Gáfu tíu fartölvur og fylgihluti

Gjöfin afhent. Fulltrúar frá Fræþingi, Virkjum alla og Sparisjóði Suður-Þingeyinga ásamt tveimur fulltrúum frá skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík, en stéttarfélögin voru fyrst til að nýta tölvuverið.
Gjöfin afhent. Fulltrúar frá Fræþingi, Virkjum alla og Sparisjóði Suður-Þingeyinga ásamt tveimur fulltrúum frá skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík, en stéttarfélögin voru fyrst til að nýta tölvuverið.

Verkefnið Virkjum alla - rafrænt samfélag hefur fært Fræðslumiðstöð Þingeyinga að gjöf færanlegt tölvuver sem samanstendur af tíu fartölvum og öllum nauðsynlegum fylgihlutum. Sparisjóður Þingeyinga veitti styrk til kaupa á flutningskössum undir tölvurnar en heildarkostnaður við tölvuverið og flutningskassana var um ein og hálf milljón króna.

Virkjum alla er þriggja ára samstarfsverkefni Húsavíkurbæjar, Aðaldælahrepps, Þingeyjarsveitar og Byggðastofnunar með það að markmiði að tryggja íbúum sveitarfélaganna aðgang að rafrænni þjónustu.

Susan Martin, verkefnisstjóri Virkjum alla, segir að með tilkomu tölvuversins verði grundvallarbreyting á fræðslustarfsemi í Suður-Þingeyjarsýslu því að nú hafi allir íbúar sýslunnar aðgang að tölvuverinu. "Fyrirhafnarlítið er hægt að fara með tölvurnar um allt héraðið og setja upp námskeið á vinnustöðum, í skólum eða hvar sem óskað er," segir Susan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×