Innlent

Sjúklingar láta til sín taka

Á fjórða tug sjúkl­­inga blóð­skilun­ar­deildar Land­­­spíta­lans skora á yfir­stjórn spíta­lans að draga til bara breyt­ingar á vakta­fyrir­komu­lagi hjúkrunarfræðinga deildarinnar sem taka eiga gildi um áramót. Hluti hjúkrunar­fræðinga ætlar að hætta á deildinni vegna breyt­ing­anna og óttast sjúk­ling­arnir mjög um sinn hag vegna þessa.

"Þrátt fyrir nauðsyn á sparn­aði og breyt­ingum hlýt­ur frum­skylda þeirra er reka sjúkra­hús fyrst og fremst vera að trygg­ja öryggi sjúk­linga sinna," segir í til­kynn­ingu sem 33 sjúk­lingar skrifa undir. Blóðskilun er nýrnasjúklingum lífsnauðsynleg og störf hjúkrunar­fræð­ing­anna mjög sérhæfð, en um ár tekur að þjálfa nýtt fólk í starfið. Sjúlklingarnir eiga ekki í önnur hús að venda, en vika til hálfur mánuður án blóðskilunar gætu reynst þeim banvæn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×