Segir hlutafélag um RÚV vera svik Framsóknarflokks 7. desember 2005 01:00 Kolbrún Halldórsdóttir spurði hvort menntamálaráðherra væri afhuga umbeðnu samráði og samstarfi um málefni fjölmiðla. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra harðlega í upphafi þingfundar í gær fyrir að kynna frumvarp um Ríkissútvarpið í fjölmiðlum í fyrradag áður en það var kynnt á Alþingi. Frumvarpinu var dreift í þinginu seint í gær. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Ögmundur Jónasson "Ég á enn eftir að trúa því að Framsóknarflokkurinn geti hlaupið þetta langt frá gefnum loforðum og fyrirheitum." Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, talaði um kynningarátak menntamálaráðherra og útvarpsstjóra þar sem þau hefðu látið í sjónvarpsþætti sem málið væri fullfrágengið. "Ég á enn eftir að sannfærast um að svo sé. Ég á enn eftir að trúa því að Framsóknarflokkurinn geti hlaupið þetta langt frá gefnum loforðum og fyrirheitum. Framsóknarflokkurinn hefur lofað því, kjósendum sínum, flokksmönnum sínum og Alþingi Íslendinga að Ríkisútvarpið yrði ekki hlutafélagavætt. Eru engin takmörk fyrir því hve mikið þessi stjórnmálaflokkur getur lyppast niður?" spurði Ögmundur. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvað ekkert við það að athuga að kynna lagafrumvarp í fjölmiðlum með áðurgreindum hætti og benti á að stjórnarandstöðuflokkarnir kynntu oft þingmál sín með svipuðum hætti, jafnvel áður en þingstörf hæfust. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að framkoma menntamálaráðherra væri vanvirðing við störf þingsins og spurði hvort úti væri um allt samráð og samstarf um málefni fjölmiðla eins og Þorgerður hefði beðið um í umræðunni um eignarhald á fjölmiðlum. Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sagði gagnrýnivert að það skyldi hafa tekið hálft ár að koma frumvarpinu aftur inn í þingið. "Hvað hefur menntamálaráðuneytið verið að gera allan þennan tíma?" spurði Magnús. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ráðherra segir málið fyrst hafa verið kynnt í ríkisstjórn, síðan þingmönnum stjórnarflokkanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna óttalega viðkvæma enda setti hún eigin mál fram með svipuðum hætti. "Málið er í eðlilegum farvegi. Það var fyrst kynnt í ríkisstjórn, síðan þingmönnum stjórnarflokkanna, sem hafa samþykkt það, þannig að málið hefur ekki verið á neinum þvælingi úti í bæ þegar háttvirtur þingmaður Sigurður Kári Kristjánsson tjáði sig um það í morgun." Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra harðlega í upphafi þingfundar í gær fyrir að kynna frumvarp um Ríkissútvarpið í fjölmiðlum í fyrradag áður en það var kynnt á Alþingi. Frumvarpinu var dreift í þinginu seint í gær. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Ögmundur Jónasson "Ég á enn eftir að trúa því að Framsóknarflokkurinn geti hlaupið þetta langt frá gefnum loforðum og fyrirheitum." Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, talaði um kynningarátak menntamálaráðherra og útvarpsstjóra þar sem þau hefðu látið í sjónvarpsþætti sem málið væri fullfrágengið. "Ég á enn eftir að sannfærast um að svo sé. Ég á enn eftir að trúa því að Framsóknarflokkurinn geti hlaupið þetta langt frá gefnum loforðum og fyrirheitum. Framsóknarflokkurinn hefur lofað því, kjósendum sínum, flokksmönnum sínum og Alþingi Íslendinga að Ríkisútvarpið yrði ekki hlutafélagavætt. Eru engin takmörk fyrir því hve mikið þessi stjórnmálaflokkur getur lyppast niður?" spurði Ögmundur. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvað ekkert við það að athuga að kynna lagafrumvarp í fjölmiðlum með áðurgreindum hætti og benti á að stjórnarandstöðuflokkarnir kynntu oft þingmál sín með svipuðum hætti, jafnvel áður en þingstörf hæfust. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að framkoma menntamálaráðherra væri vanvirðing við störf þingsins og spurði hvort úti væri um allt samráð og samstarf um málefni fjölmiðla eins og Þorgerður hefði beðið um í umræðunni um eignarhald á fjölmiðlum. Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sagði gagnrýnivert að það skyldi hafa tekið hálft ár að koma frumvarpinu aftur inn í þingið. "Hvað hefur menntamálaráðuneytið verið að gera allan þennan tíma?" spurði Magnús. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ráðherra segir málið fyrst hafa verið kynnt í ríkisstjórn, síðan þingmönnum stjórnarflokkanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna óttalega viðkvæma enda setti hún eigin mál fram með svipuðum hætti. "Málið er í eðlilegum farvegi. Það var fyrst kynnt í ríkisstjórn, síðan þingmönnum stjórnarflokkanna, sem hafa samþykkt það, þannig að málið hefur ekki verið á neinum þvælingi úti í bæ þegar háttvirtur þingmaður Sigurður Kári Kristjánsson tjáði sig um það í morgun."
Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira