Innlent

Með hass í Egilshöll

Átján ára pilt­ur var dæmdur til greiðslu 30.000 króna sektar í Héraðsdómi Norðurlands eystra á mánudag. Hann var staddur á tónleikum bandarísku rokksveitarinnar Foo Fighters í Egilshöll í Reykjavík þegar lögregla hafði af honum afskipti og fann á honum hálft gramm af hassi.

Fangelsi fyrir skilorðsrof

Þá var 23 ára maður dæmdur í níu mánaða fang­elsi fyrir þjófnað, en í haust braust hann inn í kjallaraíbúð á Davík og stal vídeóupptökuvél, stafrænni myndavél og fleiri hlutum. Með brotinu rauf hann skilorð, en maðurinn á sér talsverðan sakaferil, fyrir þjófnaði, fíkniefna- og um­ferðar­lagabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×