Innlent

Fellt niður eða vísað frá

Eiríkur Tómasson sagði í gær að héraðsdómur gæti neyðst til að fella málið niður eða vísa því frá.
Eiríkur Tómasson sagði í gær að héraðsdómur gæti neyðst til að fella málið niður eða vísa því frá.

Ákæruliðunum átta í Baugsmálinu, sem nú eru fyrir héraðsdómi, kann að verða vísað frá dómi eða málið fellt niður, að mati Eiríks Tómassonar prófessors.

Eiríkur sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöld að þetta kynni að leiða af dómi Hæstaréttar á föstudaginn en þá var felldur úr gildi úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari, væri ekki bær til að sækja þennan hluta málsins.

Eiríkur telur að í dómi Hæstaréttar felist að héraðs­dómur hafi átt að líta svo á að ákæruvaldið hafi verið fjarverandi í þinghaldi um miðjan nóvember.

Héraðsdómur hefði frekar átt að boða nýtt þinghald í héraði. Hæstiréttur tók ekki afstöðu til þess hvort Sigurður Tómas væri bær til að sækja málið eða ekki.

Að öllum líkindum verður boðað til nýs þinghalds í héraði og telja fræðimenn að héraðsdómur gæti þá litið svo á að ríkissaksóknarinn væri enn fjarverandi. Dómari gæti þá neyðst til þess að fella málið niður eða vísa málinu frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×