Sport

Biður Klitschko afsökunar

Don King reynir að lokka Klitschko aftur í hringinn.
Don King reynir að lokka Klitschko aftur í hringinn.

Hnefaleikafrömuðurinn umdeildi Don King hefur beðið Úkraínumanninn Vitali Klitschko afsökunar á miður fallegum orðum sem hann lét falla í garð Klitschkos í kjölfar þess að hann dró sig úr bardaganum gegn Hasim Rahman. Sömu meiðsli leiddu siðan til þess að Klitschko lagði hanskana á hilluna.

"Það er sárt að játa að maður hafi rangt fyrir sér en ég verð að gera það að þessu sinni þar sem ég veit að ég hafði rangt fyrir mér," sagði í yfirlýsingu frá King.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×