Erlent

Lögregla hætt að tjá sig um mál sexmenninga

MYND/Pjetur

Lögreglan í Glostrup í Danmörku er hætt að tjá sig um mál sexmenninganna sem handteknir voru í síðustu viku, grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás í einhvers staðar í Evrópu. Eftir því sem fram kemur á vef Politiken er það vegna þess að einn af vinum hinna grunuðu hefur látlaust reynt að ná sambandi við þá. Því geti upplýsingar sem lögregla veitir skaðað rannsókn málsins. Lögregla leitar nú þeirra sem taldir eru hafa undirbúið árásir á evrópska stórborg með sexmenningunum. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 16. nóvember en enginn þeirra hefur enn verið formlega ákærður fyrir að undirbúa hryðjuverkaárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×