Erlent

500 föngum sleppt

Fimm hundruð föngum var í dag sleppt úr Abu Ghraib fangelsinu í Írak, í tilefni þess að föstumánuðinum Ramadan er að ljúka. Fangarnir voru leystir út með einu eintaki af Kóraninum og tuttugu og fimm dollurum. Mál allra fanganna höfðu verið tekin fyrir hjá sérstakri nefnd, sem lagði mat á alvarleika glæpanna. Einungis þeim sem höfðu framið lítilsháttar glæpi og höfðu sýnt irðun var sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×