Erlent

Hermaður grunaður um morð á yfirmönnum sínum

MYND/Reuters

Rannsóknarmaður bandaríska hersins hefur lagt til að hermaður úr þjóðvarðliði Bandaríkjanna verði ákærður fyrir morð á tveimur yfirmönnum sínum í Írak í júní á þessu ári. Hinn grunaði er sagður hafa beitt jarðsprengju og þremur handsprengjum á yfirmennina tvo í þeim tilgangi að hefna sín á þeim en ekki er vitað hvað þeir gerðu honum. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur hermaður er grunaður um að hafa drepið yfirmenn sína í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×