Erlent

Pútín sækist ekki eftir endurkjöri

MYND/AP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta aftur en kosningar fara fram í landinu árið 2008. Hann hét því hins vegar að hann muni sjá til þess að óstöðugleiki muni ekki ríkja í landinu í kjölfar kosninga. Í viðtali við fjölmiðla í Hollandi, þar sem hann er nú í opinberri heimsókn, lagði Pútín áherslu á það að hann væri mótfallinn því að breyta stjórnarskrá Rússlands þannig að hann gæti setið lengur við völd.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×