Erlent

Hrósaði Berlusconi fyrir stuðning við Bandaríkjamenn

Berlusconi og Bush í Hvíta húsinu í gær.
Berlusconi og Bush í Hvíta húsinu í gær. MYND/AP

George Bush, forseti Bandaríkjanna, hrósaði ítalska forsætisráðherranum, Silvio Berlusconi, fyrir dyggan stuðning við Bandaríkjastjórn í baráttunni við hryðjuverkamenn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Ekkert var rætt um áætlanir Ítala um að draga herlið sitt til baka en blaðamenn fengu ekki að spyrja spurninga. Berlusconi sagði hins vegar í sjónvarpsviðtali á eftir að hann hefði hvað eftir annað reynt að fá Bush til að fara ekki í stríð gegn Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×